Upplýsingaskjár

Mötuneyti

 

 

 

Mötuneytið er opið á námsmatsdögum

frá kl. 12.00 - 12.30

Afgreiðslutími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga kl. 8:00 – 16:00

Föstudaga 08:00-13:00

Skrifstofan er lokuð í hádeginu frá 12.20 - 12:50

Viðvera bókavarðar

Bókavörður er við:

     mánudaga til fimmtudaga kl. 08 - 16
     föstudaga kl. 8 - 13

 

Endilega nýtið ykkur aðstoð bókavarðar á þessum tímum. 

Nemendur athugið

  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að rétt netföng séu skráð inn á Moodle.
  • Hægt er að leigja skáp hjá húsverði gegn vægu tryggingagjaldi.
  • Af gefnu tilefni er bent á að Menntaskólinn á Ísafirði tekur ekki ábyrgð á lausamunum nemenda.

RUSL

Vinsamlegast hendið og flokkið rusl í þar til gerð ílát. 

 

Ekki skilja rusl eftir á borðunum, gangið frá því sjálf,

 

TAKK TAKK TAKK

Reglur um skólasókn: 

  • Nemendur eiga að mæta stundvíslega í allar kennslustundir samkvæmt stundatöflu.
  • Fjarvistir og seinkomur eru skráðar í INNU. Gefið er 1 fjarvistastig fyrir fjarveru í tíma og 0,33 fjarvistastig fyrir seinkomu. Seinkoma telst ef nemandi mætir eftir að viðveruskráning hefur farið fram. Fjarvist er skráð ef nemandi er ekki mættur þegar 15 mínútur eru liðnar af kennslustundinni. Virði nemandi ekki verkstjórn kennara í kennslustund er kennara heimilt að skrá fjarvist.
  • Nemendum ber að fylgjast með mætingarstöðu sinni í INNU. Forsjáraðilar hafa aðgang að sömu upplýsingum og auk þess eru fjarvistayfirlit send út þrisvar á önn. Nemendur skulu, ef þörf krefur, gera athugasemdir fyrir kl. 16 á mánudegi vegna viðveruskráningar liðinnar viku.
  • Öll veikindi og forföll þarf að tilkynna í gegnum INNU eða á misa@misa.is fyrir kl. 09:00 hvern virkan dag sem veikindi og forföll vara. Forsjáraðilar tilkynna veikindi og forföll nemenda yngri en 18 ára. 
  • Nemendur í fullu námi (25-33 einingar) fá eina einingu á önn fyrir skólasókn ef raunmæting er 95% eða meiri.
  • Þurfi nemandi að vera fjarverandi skal hann fyrirfram ræða við kennara um útfærslu náms á meðan á fjarveru stendur.

Óskilamunir

Halló, halló, týndir þú einhverju????

 

Hvernig væri að kíkja til ritara og athuga hvort þar sé eitthvað sem þú átt??

 

T.d. airpods, húfa, eyrnalokkur, lykill, sími

 

Aldrei að vita hvort það liggur eitthvað þar :) 

 

Leitað að 15- 18 ára ungmennum í götuleikhús

Ert þú 15-18 ára of hefur áhuga á götuleikhúsi, sirkus og framkomu? 
Viltu taka þátt í stærsta götuleikhúsviðburði landsins? 

Sirkushópurinn Hringleikur leitar að ungmennum til að taka þátt í götuleikhús-sýningunni Sæskrímslin á Ísafirði 8. júní 2024. 

Nánari upplýsingar á www.hringleikur.is

Viltu vinna ferð til Evrópu?

 

16. apríl hófst nýtt Discover EU happdrætti.

Með DiscoverEU passanum fá 50 íslensk ungmenni tvisvar á ári frían Interrail passa og flug til Evrópu.

Áhugasöm geta haft samband við Ernu námsráðgjafa. 

 

Ritver á bókasafni

 

Björg verður með ritver og aðstoð við verkefnavinnu á bókasafninu:

 

Fimmtudaga kl. 11:50-12:40 og miðvikudaga kl. 9-11.


Þangað getið þið leitað og fengið stuðning, yfirlestur og góð ráð.