Foreldrafélag MÍ
Foreldraráð Menntaskólans á Ísafirði var stofnað þann 6. desember 2001. Ein af helstu ástæðunum fyrir stofnun þess var hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár. Félagar eru þeir foreldrar eða forráðamenn nemenda sem eru undir 18 ára aldri en foreldrum eldri nemenda er einnig frjálst að gerast félagar.
Markmið foreldrafélagsins eru m.a.:
- að efla samstarf foreldra /forráðamanna og starfsfólks/nemenda skólans
- að styðja heimili og skóla í að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði
- að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál
- að vera samstarfsvettvangur foreldra / forráðamanna innbyrðis standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og aukins þroska
- að veita skólanum lið, svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma
Stjórn félagsins er skipuð 5 fulltrúm, 4 foreldrum/forráðamönnum og 1 kennara sem valinn er á kennarafundi. Formaður er kosinn sérstaklega en stjórn skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Stjórn félagsins skipa:
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir (fulltrúi kennara)
María Lárussdóttir
Aðalheiður Jóhannsdóttir
(Fulltrúa vantar)
(Fulltrúa vantar)
Varamenn: