Vélstjórn A

Vélstjórn A (réttindi að 750 kW)

Vélstjórnarnám skiptist í fjögur námsstig; A, B, C og D. A og B stig eru kennd í MÍ. Hvert stig fyrir sig veitir ákveðin réttindi samkvæmt reglugerð 535/2008. Nemendur sem ljúka B réttindum hafa samhliða öðlast rétt til töku sveinsprófs í vélvirkjun að loknu starfsnámi. Nemendur sem ljúka námi til C stigs hafa einnig lokið stúdentsprófi. Vélstjórnarnámið er skipulagt í samræmi við alþjóðlegar kröfur (IMO, STCW) og öðlast nemendur haldgóðan grunn til starfa jafnt til sjós og lands.

Lýsing: Vélstjórnarnám A er hægt að taka í beinu framhaldi af grunnnámi málm- og véltæknigreina. Markmið brautarinnar er að mennta þá sem hyggjast afla sér réttinda til starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi. Gert er ráð fyrir að atvinnuþátttaka fram til 18 ára aldurs veiti nemanda þann grunn að hann sé fær um að takast á við nám sem skipulagt er í samræmi við þessa námsbrautarlýsingu. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.

 Námsframvinda: Námið er 61 eining. Meðalnámstími er 1 ár.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið grunnnámi málm – og véltæknigreina.

 

VÉLSTJÓRNARGREINAR (61 EIN)
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Heilbrigðisfræði HBFR 1HE01       1    
Hönnun skipa HÖSK 2SS05         5  
Kælitækni KÆLI 2VK05         5  
Logsuða LOGS 1PS03       3    
Rafsuða RAFS 1SE03        3    
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05 2MJ05 2SR05   5 10  
Smíðar SMÍÐ 1HN05         5  
Stýritækni málmiðna STÝR 1LV05       5    
Viðhald véla VIÐH 3VV04           5
Vélfræði VÉLF 1AE05       5    
Vélstjórn VÉLS 1GV05 2KB05     5 10  
Einingafjöldi 61         32 25 4