11 sep 2020

Skólareglur Menntaskólans á Ísafirði

Til þess að ná þeim markmiðum skólans um að búa nemendur undir að takast á við kröfur daglegs lífs, framhaldsnám og störf er nauðsynlegt að þeim sé skapað gott námsumhverfi. Við innritun í skólann hefur nemandi gert samkomulag um ástundun náms og góða umgengni í skólanum og jafnframt samþykkt skólareglur sem honum ber að virða. Virðing, metnaður og vellíðan eru einkennisorð skólans og eru þau höfð að leiðarljósi í skólastarfinu.

 

 • Nemendur skulu stunda námið af ábyrgð og metnaði, virða verkstjórn kennara og skila verkefnum á réttum tíma.
 • Einelti og hvers kyns ofbeldi er ekki liðið.
 • Nemendur skulu fara eftir þeim reglum sem hver kennari setur um notkun farsíma og annarra tækja í kennslustundum.
 • Nemendum og starfsmönnum ber að ganga snyrtilega um húsnæði og lóð skólans og fara vel með húsmuni og tækjabúnað.
 • Nemendum og kennurum ber að skila kennslurýmum snyrtilegum í lok kennslustundar.
 • Spjöll sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða öðrum eigum hans ber þeim að bæta að fullu.
 • Nemendum er óheimilt er að taka upp efni í kennslustundum, bæði í kennslustofum og rafræna fyrirlestra, án skýrrar heimildar kennara. Á það við um myndatöku, kvikmyndatöku eða hljóðupptöku.
 • Matar og drykkjar má ekki neyta í kennslustofum eða á bókasafni.
 • Allt rusl er flokkað og því hent í þar til gerð ruslaílát.
 • Öll tóbaksnotkun (þar með talið sígarettur, rafsígarettur, nikotínpúðar og neftóbak) er bönnuð í skólanum, á lóð hans, á samkomum og ferðalögum í nafni skólans og/eða nemendafélagsins. Það sama á við um heimavist skólans.
 • Í skólanum, á lóð hans, á samkomum og ferðalögum í nafni skólans og/eða nemendafélagsins sem og heimavist er óheimilt að:
  • Vera undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna
  • Neyta og/eða hafa undir höndum áfengi og/eða önnur vímuefni.
  • Neyta og/eða hafa undir höndum tóbak af hvaða tagi sem er (s.s. sígarettur, rafsígarettur, neftóbak og nikotínpúðar).

 

Viðurlög við brotum á skólareglum

Nemendum ber að kynna sér skólareglur og fara eftir þeim. Brjóti nemandi reglur skólans er honum veitt skrifleg viðvörun áður en til áminningar kemur. Fái nemandi áminningu skal hún vera skrifleg þar sem fram kemur tilefni áminningar, viðbrögð við henni og tímafrestur til andmæla. Forráðamönnum nemenda yngri en 18 ára skal senda afrit skriflegra viðvarana og áminninga. Ítrekuð eða alvarleg brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar og brot sem varða við landslög verða kærð til lögreglu.