Kennsla í iðnmeistaranámi hefst í janúar 2024
Lýsing: Iðnmeistaranám er öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum sem miðar að því að gera nemendur hæfa til að reka fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 42/1978 og vera færa um að sjá um leiðsögn og kennslu iðnnema í eigin iðngrein. Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir skilyrðum 3. gr. laganna, hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni eitt ár minnst og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka þá iðngrein sem meistarabréf hans tekur til.
Námsframvinda: Námið er 38 einingar og skiptist í tvo hluta, A og B hluta. Þess utan þurfa sumar iðngreinar að taka fleiri einingar, sjá neðst.
Í A-hluta eru grunnáfangar í rekstri, stjórnun og stofnun fyrirtækja auk kennslu og leiðsagnar. Í B-hluta eru einnig fög tengd fyrirtækjum og rekstri auk fagtengds efnis greinar þar sem við á. Námið hefur námslok á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun.
Námsfyrirkomulag: Námið er kennt í dreifnámi og A-hluti námsins skiptist á þrjár annir. Dreifnám fer fram í staðlotum eitt til tvö kvöld í viku yfir önnina. Innritunar- og skólagjöld í iðnmeistaranámi eru 15.000 kr og einingagjald er 5.000 kr á hverja einingu.
Inntökuskilyrði: Til að hefja iðnmeistaranám þurfa nemendur að hafa lokið sveinsprófi í löggiltum iðngreinum.
Brautarlýsing á www.namskra.is
A-hluti | ||||
Námsgrein | Skammstöfun | 4. ÞREP | ||
Bókhald | MBÓK | 4MS02 | 4MS03 | 5 |
Gæðahandbók | MGHA | 4MS02 | 2 | |
Kennsla og leiðsögn | MKEN | 2MS05 | 5 | |
Lokaverkefni | MLOK | 4MS02 | 2 | |
Lögfræði og reglugerðir | MLÖR | 4MS02 | 2 | |
Mannauðsstjórnun | MMAN | 4MS02 | 2 | |
Rekstrarfræði | MREK | 4MS03 | 3 | |
Stofnun og stefnumótun fyrirtækis | MSFF | 4MS02 | 2 | |
Sölu- og markaðsmál | MSÖL | 4MS02 | 2 | |
Aðferðir verkefnastjórnunar | MVST | 4MS02 | 2 | |
Einingafjöldi | 27 | |||
B-hluti | ||||
Námsgrein | Skammstöfun | 4. ÞREP | ||
Gæðahandbók | MGHA | 4MS02 | 3 | |
Lokaverkefni | MLOK | 4MS02 | 3 | |
Verklýsing og tilboðsgerð | MVTB | 4MS03 | 2 | |
Vöruþróun | MVÖÞ | 4MS02 | 2 | |
Öryggis- og umhverfismál | MÖRU | 4MS02 | 3 | |
Einingafjöldi | 11 | |||
Samtals einingafjöldi | 38 |
Fagtengd efni fyrir húsasmiði, pípara, blikksmiði og múrsmiði
- Efnisfræði og burðarþol MEFB4MS03BA 3 ein
- Mælitækni og mælitæki MMÆL4MS03BA 3 ein
- Sértæk lög og reglugerðir MLÖG4MS02BA 2 ein
Fagtengd efni fyrir vélvirkja, stálsmiði og rennismiði
- Val í faggrein 8 ein
Fagtengd efni fyrir rafvirkja og rafeindavirkja
- Kennt hjá Rafmennt, nánari upplýsingar hjá þeim 30 ein