Upphaf vorannar

3 jan 2021

Upphaf vorannar

Nú um áramótin tók gildi ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar Reglugerðin felur í sér ánægjulegar breytingar en skv. henni er skólastarf á framhaldsskólastigi heimilt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um sóttvarnir. Ljóst er að reglugerðin mun falla úr gildi ef smitum fjölgar í samfélaginu. Óvissan við upphaf vorannar er því mikil. Það mun því reyna á okkur öll eins og áður að láta skólastarfið ganga - með hvaða hætti sem það verður. Saman munum við geta þetta!

Veigamesta atriðið í reglugerðinni fyrir okkur í MÍ er að blöndun milli hópa er leyfileg sem þýðir að við getum haldið af stað inn í vorönnina með kennslu í skólahúsnæðinu skv. stundatöflu.

Áfram munu ýmsar reglur gilda um smit- og sóttvarnir sem kynntar verða betur þegar skólinn hefst en allir nemendur þurfa að búa sig undir að nota grímur í skólanum því fyrst um sinn a.m.k. verður grímuskylda. Grímur er að finna við alla innganga í skólann.

Ákveðið hefur verið að þriðjudaginn 5. janúar verði ekki kennd hraðstundatafla eins og til stóð. Kennsla mun hefjast skv. stundatöflu miðvikudaginn 6. janúar. Kennsla á afreksíþróttasviði hefst 11. janúar.

 

Stundatafla og töflubreytingar:

Opnað verður fyrir stundatöflur í INNU mánudaginn 4. janúar. Þar má einnig sjá bókalista. Þennan dag verða rafrænar töflubreytingar í boði (nánar kynnt síðar). Töflubreytingar hjá áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa verða í boði þriðjudaginn 5. janúar frá kl. 13:00. Hægt er að panta tíma hér eða hjá ritara skólans. Til að forðast hópamyndun þarf að panta tíma!

 

Mötuneyti opið:

Frá og með miðvikudeginum 6. janúar verður mötuneytið opið. 30 manns mega vera í mötuneytinu í einu og til að koma sem flestum að verður opnunartímanum því skipt í þrennt:

 1. hópur 11:55-12:15, síðan tekur við sóttvarnarhlé
 2. hópur 12:25-12:50, síðan tekur við sóttvarnarhlé
 3. hópur 13:00-13:20

 

Skólastarfið í skólahúsnæðinu:

 • Áhersla er á einstaklingsbundnar sóttvarnir
 • 2 metra reglan er í gildi en þar sem henni verður ekki viðkomið þarf að nota grímur. Þar sem viðbúið er að 2 metra reglan verði víða erfið í framkvæmd er grímuskylda í öllu skólahúsnæðinu. Grímur er að finna við alla innganga í skólann.
 • Þegar komið er inn í skólahúsnæðið er mikilvægt að allir spritti sig Sótthreinsa þarf skólastofur í lok hverrar kennslustundar, nema sami hópur sé að koma aftur í skólastofuna
 • Mikilvægt er að loftræsta vel í skólastofum, s.s. með því að hafa glugga opna eins og hægt er
 • Bókasafnið er opið en þar mega ekki koma saman fleiri en 30
 • Mötuneytið verður opið og verður gert ráð fyrir þremur 30 manna hópum frá kl. 11:55-13:20
 • Gryfjan verður opin
 • Áfram verður verkferill í gildi vegna Covid 19 smits eða gruns um smit

 

Til baka