Sólarkomu fagnað

25 jan 2018

Sólarkomu fagnað

1 af 3

Í morgun fögnuðu nemendur og starfsmenn því að nú fer sólin að sjást aftur í byggð. Útskriftarferðafarar buðu af því tilefni upp á sólarkaffi og má segja að borðin hafi svignað undan kræsingum þar sem pönnukökur voru þó í fyrirrúmi. Hefðin fyrir sólarkaffi, í tilefni af sólarkomu í byggð, er yfir 100 ára gömul hér á Ísafirði og nokkuð löng hefð er fyrir sólarkaffi innan skólans.

 

 

Til baka