Nýnemaferð 2011

8 sep 2011

Nýnemaferð 2011

1 af 4
Hin árvissa nýnemaferð var farin í Dýrafjörð og Arnarfjörð dagana 1. og 2. september s.l. Nýnemar og umsjónarkennarar byrjuðu ferðina á heimsókn í safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri í Arnarfirði, undir leiðsögn staðarhaldara Valdimars Halldórssonar. Síðan var ekið að Núpi í Dýrafirði þar sem gist var um nóttina. Nýnemar fengu fræðslu og leiðsögn um Núpsskóla og garðinn Skrúð. Haldin var kvöldvaka og stjórn NMÍ mætti til að kynna félagslíf skólans fyrir nýnemum. Daginn eftir var ratleikur og svo var haldið til baka um hádegisbilið. Meðfylgjandi myndir eru úr ferðinni og fleiri myndir eru á myndasíðunni hér til vinstri.

Til baka