Dagur gegn einelti

8 nóv 2013

Dagur gegn einelti

Nú er áttundi nóvember í þriðja sinn helgaður baráttunni gegn einelti hér á landi. Á þessum degi er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Að þessu sinni er sjónum beint að skólasamfélaginu og sérstaklega framhaldsskólum. Nemendur eru hvattir til að fara inn á síðuna gegneinelti.is og skrifa undir þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti. Allir nemendur skólans fá afhent bókamerki með hvatningu um að skrifa undir þjóðarsáttmálann. Í tilefni dagsins verður sérstök dagskrá í Verzlunarskóla Íslands á vegum verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti. Þar verður m.a. frumsýnd stuttmyndin Saga Páls Óskars sem gerð hefur verið um upplifun poppstjörnunnar af einelti sem hann varð fyrir í æsku.

Til baka