NÁSS1NN03

Náms- og starfsfræðsla

Áfangalýsing:

Í áfanganum verður námsskipulag og almenn starfsemi skólans kynnt, s.s. námsleiðir, umsjón, þjónusta og stoðkerfi. Nemendur læra að átta sig á eigin námsaðferðum og læra góð vinnubrögð í námi.  Nemendur skoða eigin áhugasvið og styrkleika og læra um ákvarðanatöku og markmiðssetningu. Nemendur fá innsýn í vinnumarkaðinn og það sem hafa þarf í huga á leið út í atvinnulífið. Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélag sitt. Unnið verður markvisst að því að styrkja sjálfsmynd og efla samskiptafærni nemenda. Unnið verður með fjármálalæsi, umhverfismál og borgaravitund nemenda.

 

Forkröfur: Engar 

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • námsleiðum skólans.
 • árangursríkum námsaðferðum.
 • eigin styrkleikum og áhugasviðum.
 • markmiðssetningu og ákvarðanatöku sem tengist vali á námi og störfum.
 • ýmsum leiðum í náms– og starfsvali.
 • hefðbundnum og rafrænum upplýsingasíðum.
 • margmiðlunartækni í náms- og starfsvali.
 • uppbyggingu ferilsskráa og náms- og starfsumsókna.
 • öguðum vinnubrögðum, forgangsröðun og skipulagi.
 • uppbyggilegum samskiptum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:

 • nýta sér árangursíkar námsaðferðir.
 • nýta sér framboð náms og námsleiðir innan skólans.
 • skilja eigin áhugasvið og styrkleika.
 • setja sér markmið út frá styrkleikum og áhugasviði.
 • skoða sjálfan sig og aðra á gagnrýninn og uppbyggjandi hátt.
 • afla sér upplýsinga um námsframboð og geta valið nám við hæfi.
 • afla sér upplýsinga um störf í nærumhverfi.
 • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í leit að námi og starfi.
 • nýta sér uppbyggilega hegðun í samskiptum.
 • taka ábyrga afstöðu í fjármálum.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • nota skipulögð vinnubrögð í námi.
 • vera ábyrgur í náms- og starfsvali út frá styrkleikum og áhugasviði.
 • taka ábyrga afstöðu sem neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi.
 • vera ábyrgur í samskiptum og sýna frumkvæði.