ÍSLE1LR05

Íslenska - lestur og ritun

Áfangalýsing:

Í áfanganum verður lögð áhersla á undirstöðuatriði í málfræði og stafsetningu. Nemendur eru einnig þjálfaðir í ritun og að koma efni skipulega til skila. Auk þess verður fjallað um málnotkun og helstu hugtök beygingarfræðinnar rifjuð upp. Unnið  verður með nokkur bókmenntahugtök og nemendur læra að beita þeim við lestur hvort sem um er að ræða smásögur eða skáldsögu. Áhersla verður lögð á tjáningu og að koma efni skýrt og vel frá sér í ræðu og riti.

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • mikilvægi góðrar lestrarkunnáttu.
 • stafsetningarreglum sem nýtast í námi.
 • fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær bæði í rituðu og töluðu máli.
 • helstu málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli.
 • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli.
 • helstu atriðum sem varða framsögn og að vera virkur í umræðum.
 • grunnhugtökum í málfræði.
 • grunnhugtökum í bókmenntafræði til að greina texta.
 • mismunandi tegundum ritsmíða.
 • að nýta sér endurgjöf.
 • mikilvægi góðra vinnubragða og skýrrar framsetningar.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa fjölbreytta texta.
 • vinna með valin bókmenntahugtök.
 • stafsetja rétt.
 • geta greint orð í orðflokka.
 • beita málfræðihugtökum og greina í orðflokka.
 • nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit sinni og miðlun þekkingar.
 • notast við fjölbreyttar námsaðferðir.
 • nýta sér mismunandi hjálpargögn.
 • skrifa mismunandi texta.
 • lesa sér til gagns og gaman texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda.
 • nota orðabækur.
 • nota leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn við ritsmíðar.
 • lesa upp fyrir hóp.
 • setja verkefni skýrt og skipulega fram.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • lesa sér til ánægju og gagns.
 • íhuga lesið efni og tjá sig um það.
 • skrifa sem næst villulausan texta með aðstoð hjálpargagna.
 • tjá sig á einfaldan og skýran og skapandi hátt.
 • taka þátt í samræðum, geta fært rök fyrir máli sínu og virt skoðanir annarra.
 • skrifa mismunandi texta.
 • beita málfræðihugtökum á réttan hátt.
 • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra.
 • halda uppi samræðum og rökstyðja eigin fullyrðingar, ákvarðanir eða skoðanir á málefnalegan hátt.
 • skrifa rétt upp byggða ritgerð á góðu máli og huga að stafsetningu.
 • lesa upp og kynna verkefni.
 • vanda vinnubrögð.

  

Áfangakeðja í íslensku