TRÉ 109


Trésmíði

Undanfari: GBM (Grunndeild bygginga- og mannvirkjagreina)

 

Áfangamarkmið

 

Nemandinn:

Kunni skil á algengasta smíðavið og smíðafestingum

Geti notað algengustu hand- og rafmagnshandverkfæri

Þekki helstu trésamsetningar og geti notað þær við einfalda trésmíði

Þekki grunnatriði í yfirborðsmeðferð smíðaviðar og plötuefnis

Geti smíðað einfalda nytjahluti eftir teikningum og verklýsingum

 

 

Lýsing

Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og rafmagnshandverkfæra, trésamsetningar, límingar, pússning og yfirborðsmeðferð. Haldið er áfram umfjöllun um efnisfræði tréiðna þar sem ítarlegar er farið í ýmsa eðliseiginleika viðar, flokkun, merkingar og þurrkun. Nemendur kynnast notkun algengra tegunda viðarlíms og yfirborðsefna og tekið er fyrir val og umhirða á verkfærum s.s. stillingar, brýnsla, vinnubrögð og öryggisþættir. Nemendur læra að nota hefilbekki og stilla með áherslu á góða vinnuaðstöðu við mismunandi verk. Kennslan byggist að hluta á fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir nemendum en stærsti hlutinn eru fjölbreytileg smíðaverkefni sem byggjast á markmiðum áfangans. Áfanginn er bæði ætlaður húsasmiðum og húsgagnasmiðum. 

Atburđir
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón