Starfsfólk

SAG 313

20.öldin – Svipmyndir frá öld andstæðna

Áfangalýsing:

Fjallað verður um stærstu atburði í sögu 20.aldar með sérstakri áherslu á heimsstyrjaldirnar og ástæður þeirra. Kalda stríðið og skipting heimsins í yfirráðasvæði stórveldanna. Einnig verður tilurð Ísraelsríkis skoðuð og þróun mála í Miðausturlöndum á 20.öldinni, auk þess sem stórveldi Asíu storma fram í lok umfjöllunarinnar.

Lögð er áhersla á verkefnavinnu og sjálfstætt nám. Námsmat byggist á einstaklings og hópverkefnum.  Ekki er gert ráð fyrir lokaprófi.

 

Helstu markmið:

-Að greina stöðu heimsmála við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar, stöðu stórvelda, framgang nýlendustefnu og stjórnmálahræringar.

-Að þekkja breytingar á stöðu ríkja í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar (Íslands, Þýskalands, Austurríkis, Rússlands, Tyrklands og Japans.)

-Að greina þverstæður millistríðsáranna: góðæri og kreppu, öfgastefnur (Sovétríkin/Þýskaland) og millivegin (Bandaríkin/Norðurlönd).

-Að þekkja orsakir og afleiðingar helfararinnar.

-Að þekkja atburðarás kalda stríðsins, Kúbudeiluna, innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu, Kóreustríðið, Víetnamstríðið og innrás Sovétmanna í Afganistan.

-Að greina ástæður ólgunnar í Miðausturlöndum,með áherslu á deilur Ísraela og Palestínumanna.

-Að skoða ólíka þróun í Írak og Íran með tilliti til ítaka Vesturlanda þar.

 

Lesefni: Sigurður Ragnarsson: 20.öldin. Svipmyndir frá öld andstæðna. Rvk, 2007

Viðbótarefni frá kennara í kennslustundum, lesefni og myndefni.

Námsmat:

Hópverkefni x 2

30%

Heimildaritgerð

15%

Vinnubók

35%

Ástundun og virkni

20%

 

Í vinnubók eru smærri verkefni sem lögð eru fyrir í kennslustundum. Vægi vinnubókar er 35%.

Einkunn vinnubókar byggir á meðaltali einkunna sem gefnar eru fyrir hvert verkefni.

Í ástundun og virkni felst m.a. vinna í kennslustundum, virkni í umræðum og skil verkefna á réttum tíma.

Atburđir
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón