LEI 103

Leiklist

Valáfangi

Undanfari: Enginn


Áfangalýsing

Farið verður í grunnatriði varðandi leiklist þar á meðal: leiktúlkun, leikræna tjáningu, framsögn, líkamstúlkun, rýmisskynjun og bardagalist. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér öguð vinnubrögð listgreinarinnar, en geti jafnframt sleppt fram af sér beislinu. Ögun og einbeiting eru undirstaða fyrir góðu gengi í áfanganum.


Markmið

Að auka hópkennd og sjálfstraust þátttakenda auk þeirrar gleði sem felst í leikrænni tjáningu. Líkamleg, tilfinningaleg og félagsleg þjálfun með æfingum, spuna og leikjum. Hver og einn geti tjáð sig frjálst og óþvingað fyrir framan hópinn. Læra að setja sig í spor annarra og þora að vera eins og maður er.

 

Þeir sem ljúka þessum áfanga munu hafa forskot á aðra þegar kemur að því að velja í Sólrisuleikrit á vorönn.

Námsmat

Virkni, einbeiting og framfarir verða metin. Lokaverkefni er flutningur á leiktexta sem nemendur hafa æft og lært utanbókar. Krafist verður 90% mætingarskyldu.


Atburđir
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón