Íþróttir - sérhæfing í íþróttagrein

 

Viðfangsefni: Sérhæfing í íþróttagrein

1. þrep

Einingafjöldi: 1

Forkröfur: ÍÞRÓ1LH01

 

Lýsing

Nemendur stunda aukaæfingar hjá félagi sem er í samstarfi við skólann. Áfanginn gefur nemendum sem stefna á að vera afreksmenn í sinni íþróttagrein tækifæri á að stunda aukaæfingar undir handleiðslu þjálfara.

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • grunntækniatriðum íþróttagreinarinnar við það að iðka hana
 • hvað það þýðir að stefna á að verða afreksmaður í íþróttum
 • að setja sér markmið og fylgja þeim eftir
 • eigin styrkleikum og veikleikum og hvað þarf til þess að ná betri árangri

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • fylgja fyrirmælum þjálfara
 • stunda þá íþróttagrein sem hann ætlar að sérhæfa sig í
 • útfæra og framkvæma tækniatriði íþróttarinnar
 • meta eigin frammistöðu og vinna með það mat

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • setja sér markmið og leiðir að bættum árangri
 • halda sér í góðu leikformi
 • æfa aukalega til að ná markmiðum sínum
 • meta eigin frammistöðu og framfarir með mælingum

 

Atburđir
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón