FÉL 203

Undanfari: Fél 103

 

Markmið

  • að nemendur byggja ofan á þann grunn sem lagður var í Fél. 103 og öðlist þannig dýpri skilning á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu

  • að nemendur þekki þróun félagsfræðinnar sem fræðigreinar auk helstu frumkvöðla og framlag þeirra til greinarinnar

  • að nemendur kunni nokkur skil á rannsóknarferli félagsfræðinnar.

  • að nemendur þekki til helstu kenninga félagsfræðinnar og geti skoðað samfélagið út frá átaka-, samvirkni- og samskiptakenningum.

  • að nemendur geti tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun

Námslýsing

Helstu efnisatriðin í áfanganum eru sjónarhorn og rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar. Fjallað er um frumkvöðla greinarinnar og kynntar helstu kenningar þeirra. Nemendur læra um sjálfsmynd einstaklingsins, táknræn samskipti, félagslega lagskiptingu, frávik, fjölmiðla og áhrif þeirra á samfélagið í ljósi ólíkra félagsfræðikenninga.

 

Athugasemd

Kjarni á félagsfræðabraut

Atburđir
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón