EĐL 103

Undanfari

 NÁT 123 og STÆ 303 - stærðfræðina má taka samhliða

 

Markmið

Að nemendur:

  • Þekki og geti notað lögmál Newtons við að leysa dæmi
  • Þekki helstu orkuform og geti leyst verkefni með lögmálinu um varðveislu orkunnar
  • Þekki lögmálið um varðveislu skriðþunga og geti notað það til að leysa einföld dæmi um línulega árekstra, bæði alfjaðrandi og ófjaðrandi
  • Kunni að setja fram lögmál Newtons á formi skriðþungabreytinga og þekki í því sambandi hugtakið atlag
  • Þekki helstu form efna, s.s. vökva, kristallaða og myndlausa storku, gas
  • Kunni að nota lögmál Hookes við að reikna aflögun efna
  • Geti útskýrt hvernig loftvogir og vökvalyftur vinna og geti reiknað út einföld dæmi um þrýsting í vökva
  • Geti notað lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta
  • Þekki helstu lögmál um hegðun ljósgeisla og geti notað þau til að leysa einföld dæmi í ljósfræði

 

Námslýsing

Í áfanganum verður haldið áfram með nokkur grunnatriði aflfræði í framhaldi af því sem tekið var fyrir í NÁT 123. Farið verður nánar í kraftfræði og varðveislu orkunnar. Síðan verður varðveisla skriðþunga skýrð svo og þrýstingur í vökvum og lofti. Að lokum verður fjallað um ljósgeislafræði.

Atburđir
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón